„Gríðarlega spennandi kosningar“

„Þetta verða alveg gríðarlega spennandi kosningar. Ég held að þetta verði einhverjar ógleymanlegustu kosningar í manna minnum. Ég hef nefnilega á tilfinningunni að þetta sé ekki alveg fyrirséð þannig að ég er bara mjög spennt fyrir þessum degi.“

Þetta segir Birgitta Jónsdóttir, oddviti Pírata í Suðvesturkjördæmi, í samtali við mbl.is. Hún greiddi atkvæði í Laugardalshöllinni í morgun en flokkur hennar er eitt af þeim framboðum sem skoðanakannanir hafa bent til að fái fulltrúa kjörna á þing.

„Þetta leggst mjög vel í mig allt saman. Maður hefur ekki hugmynd um hvað kunni að gerast. það gætu alveg þrjú ný framboð náð inn. Þetta verður örugglega mjög spennandi kosningavaka.“

Þess má geta að fylgst verður náið með kosningunum á mbl.is allt þar endanlegar tölur liggja fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert