Kjörsókn nokkru minni en síðast

Kjörsókn í Suðurkjördæmi var 11,66% klukkan 12.
Kjörsókn í Suðurkjördæmi var 11,66% klukkan 12. mbl.is/Brynjar Gauti

Kjörsókn í Suðurkjördæmi klukkan 12:00 var 11,66% sem er nokkru minna en á sama tíma í þingkosningunum 2009 en þá var kjörsókn á hádegi um 12%. Karl Gauti Hjaltason, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi segir að kosningarnar hafi gengið vel í kjördæminu og gott hljóð sé í kjörstjórnum.

Karl Gauti segist ekki búast við því að vont veður sem spáð er að verði í nótt muni hafa áhrif á talningu atkvæða. Helsta óvissan sé með Vestmannaeyjar. „Það er versnandi sjólag við Landeyjarhöfn og ekki víst að Herjólfur fari þangað seinni partinn. Miðað við spá ætti lóðsinn að komast.“ Ef ekki þá fari atkvæði Eyjamanna til Þorlákshafnar og verða þá komin til talningar í síðasta lagi um klukkan þrjú í nótt.

„Annars gengur þetta vel, ágætis veður, súld og rigning með köflum og bara gott hljóð í kjörstjórnarmönnum um allt kjördæmið,“ segir Karl Gauti að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert