Kjörsókn nokkru minni en síðast

Kjörsókn í Suðurkjördæmi var 11,66% klukkan 12.
Kjörsókn í Suðurkjördæmi var 11,66% klukkan 12. mbl.is/Brynjar Gauti

Kjör­sókn í Suður­kjör­dæmi klukk­an 12:00 var 11,66% sem er nokkru minna en á sama tíma í þing­kosn­ing­un­um 2009 en þá var kjör­sókn á há­degi um 12%. Karl Gauti Hjalta­son, formaður yfir­kjör­stjórn­ar í Suður­kjör­dæmi seg­ir að kosn­ing­arn­ar hafi gengið vel í kjör­dæm­inu og gott hljóð sé í kjör­stjórn­um.

Karl Gauti seg­ist ekki bú­ast við því að vont veður sem spáð er að verði í nótt muni hafa áhrif á taln­ingu at­kvæða. Helsta óviss­an sé með Vest­manna­eyj­ar. „Það er versn­andi sjó­lag við Land­eyj­ar­höfn og ekki víst að Herjólf­ur fari þangað seinni part­inn. Miðað við spá ætti lóðsinn að kom­ast.“ Ef ekki þá fari at­kvæði Eyja­manna til Þor­láks­hafn­ar og verða þá kom­in til taln­ing­ar í síðasta lagi um klukk­an þrjú í nótt.

„Ann­ars geng­ur þetta vel, ágæt­is veður, súld og rign­ing með köfl­um og bara gott hljóð í kjör­stjórn­ar­mönn­um um allt kjör­dæmið,“ seg­ir Karl Gauti að lok­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka