Landsmenn ganga að kjörborðinu

Fulltrúar kjörstjórnar sækja kjörkassa með síðustu utankjörfundaratkvæðunum í Laugardalshöll seint …
Fulltrúar kjörstjórnar sækja kjörkassa með síðustu utankjörfundaratkvæðunum í Laugardalshöll seint í gærkvöldi. mbl.is/Kristinn

Kosn­inga­bar­átt­unni er nú lokið og ganga lands­menn að kjör­borðinu í dag til þess að velja þá flokka sem þeir treysta til að stjórna land­inu næstu fjög­ur árin.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mæld­ist lengi vel stærst­ur í skoðana­könn­un­um en síðustu rúmu vik­una hafa komið fram vís­bend­ing­ar um að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé kom­inn með naumt for­skot. Allt stefn­ir í af­hroð hjá stjórn­ar­flokk­un­um en fylgi Vinstri grænna hef­ur þó þokast upp á við á loka­sprett­in­um, að því er fram kem­ur í ít­ar­legri um­fjöll­un um kosn­ing­arn­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Útlit er fyr­ir að veður geri kjós­end­um erfitt fyr­ir sums staðar en Vega­gerðin hvet­ur kjós­end­ur á Vest­fjörðum, Norður- og Aust­ur­landi til að kjósa með fyrra fall­inu þar sem óvíst sé með færð og veður seint í kvöld. Á Vest­fjörðum hef­ur um­dæmis­kjör­stjórn verið skipuð til þess að telja at­kvæði ef ófært verður frá Vest­fjörðum til Borg­ar­ness þar sem at­kvæði fyr­ir Norðvest­ur­kjör­dæmi eru ann­ars tal­in.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert