Minni kjörsókn í Reykjavík en 2009

Frá kjörstað í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun.
Frá kjörstað í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. mbl.is/Ómar Óskarsson

Kjörsókn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur er talsvert minni en hún var á sama tíma á kjördag árið 2009. Klukkan 17 höfðu 19.622 kosið í Reykjavík norður, það eru 43,06% þeirra sem eru á kjörskrá. Til samanburðar höfðu 21.881, 49,99% kosið á sama tíma á kjördaginn þann 25. apríl 2009.

Nokkuð lægra hlutfall er í Reykjavik suður. Þar höfðu 20.670 kosið klukkan 17, en það eru 45,72% kjósenda. Klukkan 17 á kjördag árið 2009 höfðu 52,23% kosið eða 22.850 manns. 

Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórnum hefur kjörfundur gengið afar vel og áfallalaust. Kjörstöðum í Reykjavík verður lokað klukkan 22:00 í nótt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert