Klukkan 21 höfðu 28.481 kosið í Reykjavíkurkjördæmi norður, en það eru 62,5% þeirra sem eru á kjörskrá. Á sama tíma á kjördag árið 2009 höfðu 30.505 kosið, en það voru 69,7% þeirra sem þá voru á kjörskrá.
Utankjörstaðaatkvæði í kjördæminu eru 12.500 og voru um 10.000 í síðustu þingkosningum.
Í Reykjavíkurkjördæmi suður hafa 29.338 kosið, en það eru 64,9% þeirra sem eru á kjörskrá. Í þingkosningunum 2009 höfðu 31.332 kosið á sama tíma, en það voru 71,62% þeirra sem voru þá á kjörskrá.