„Þetta verður dagur breytinga“

Forystumenn flokkanna undirbúa sig fyrir leiðtogaumræðuna á RÚV í gærkvöldi.
Forystumenn flokkanna undirbúa sig fyrir leiðtogaumræðuna á RÚV í gærkvöldi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Við sjáum vaxandi fylgi dag frá degi nú síðustu daga. Samfylkingin er eini flokkurinn sem getur brotið upp fyrirsjáanlega samstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks og byggt nýjan valkost.“

Þetta segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á Facebook-síðu sinni í dag og bætir því við að hans flokkur sé einnig eina tryggingin fyrir því að haldið verði áfram með viðræðurnar um inngöngu Íslands í Evrópusambandið.

„Heimilin hafa beðið eftir réttlæti í rúm fjögur ár. Nú er mikilvægt að nýta það einstaka tækifæri sem við höfum til að ná því fram,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á sinni Facebook-síðu og bætir við að það tækifæri komi ekki aftur.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, óskar fólki hins vegar gleðilegs kjördags á Facebook-síðu sinni í dag og boðar breytingar. „Gleðilegan kjördag. Þetta verður dagur breytinga.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert