„Við förum bjartsýn inn í þennan dag og ánægð með það að sjá fylgisaukningu undir lok kosningabaráttunnar og vonum að það skili sér í kvöld.“
Þetta segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is en hann greiddi atkvæði í Fjölbrautaskóla Garðabæjar í morgun.
Aðspurður segist hann eiga von á spennandi kosningum og að endanleg niðurstaða skýrist væntanlega ekki fyrr en undir morgun.
„En aðalatriðið er að við náum nægjanlegum styrk í þessum kosningum til þess að mynda hér traustan meirihluta um ríkisstjórnarstefnu sem tryggir breytingar,“ segir hann.