„Allir samgleðjast mér“

Jóhanna María Sigmundsdóttir er nýr þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi og …
Jóhanna María Sigmundsdóttir er nýr þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi og yngst kjörinna þingmanna.

„Stuttu eft­ir að ég gekk í flokk­inn í sum­ar, fór ég í stjórn­mála­skóla Fram­sókn­ar­flokks­ins. Eft­ir það var ég hvött til þess af mörg­um í Fé­lagi ungra fram­sókn­ar­manna að gefa kost á mér á lista, en mér leist ekk­ert á það í byrj­un, mér fannst það þá vera af­leit hug­mynd. En ég hugsaði málið og ákvað að slá til,“ seg­ir Jó­hanna María Sig­munds­dótt­ir, nýr þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi.

Hún er 21 árs og yngst þeirra sem hafa náð kjöri á Alþingi.

Jó­hanna er bú­fræðing­ur að mennt, hún er sauðfjár­bóndi á Látr­um í Mjóaf­irði við Ísa­fjörð, starf­andi formaður Sam­taka ungra bænda og vara­formaður Sam­bands ungra fram­sókn­ar­manna.

Í nótt sló hún met; áður var Gunn­ar Thorodd­sen yngst­ur kjör­inna alþing­is­manna, en hann var 23 ára og 177 daga er hann var kos­inn á þing árið 1934. Birk­ir Jón Jóns­son var 23 ára og 290 daga þegar hann var kjör­inn á þing árið 2003 og Ragn­ar Arn­alds var 24 ára og 336 daga er hann var kjör­inn á þing árið 1963. 

Næstyngsta kon­an á eft­ir Jó­hönnu Maríu er Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir sem var 26 ára og 29 daga er hún náði kjöri árið 1956.

Átti ekki von á að ná kjöri

Jó­hanna María seg­ist ekki hafa gengið með þing­mann­inn í mag­an­um, eins og það er stund­um nefnt, og hún hafi ekki átt von á að ná kjöri. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn bætti veru­lega við sig í kjör­dæm­inu og fékk fjóra menn, í síðustu kosn­ing­um fékk flokk­ur­inn tvo menn kjörna, ann­ar þeirra var Guðmund­ur Stein­gríms­son sem síðan gekk til liðs við Sam­fylk­ing­una og Ásmund­ur Ein­ar Daðason gekk til liðs við flokk­inn frá Vinstri græn­um. Jó­hanna var í fjórða sæti list­ans og er átt­undi þingmaður kjör­dæm­is­ins. „En við bætt­um svo miklu fylgi við okk­ur og þetta kom veru­lega á óvart,“ seg­ir hún.

Finn­ur fyr­ir mikl­um stuðningi

Viðbrögð vina og ætt­ingja hafa verið á einn veg að sögn Jó­hönnu. „Ég hef alls staðar fundið fyr­ir ótrú­leg­um stuðningi. All­ir sam­gleðjast mér.“

Spurð hver verði henn­ar fyrstu verk á þingi seg­ist hún ætla að starfa öt­ul­lega í þágu heim­il­anna með öðrum þing­mönn­um Fram­sókn­ar­flokks­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert