„Framsókn sigurvegari kosninganna“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, formenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, formenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Stjórnin er kolfallin, Samfylkingin býður afhroð,“ segir Grétar Þór Eyþórsson,stjórnmálafræðingur, um stöðu mála eftir að tæplega helmingur atkvæða hafa verið talinn. „Framsókn er sigurvegari kosninganna.“

Píratar tæpir

„Björt framtíð kemst inn á þing, en það er meira vafamál með Píratana,“ segir Grétar. Hann telur Pírataflokkinn hafa mælst með of mikið fylgi í skoðanakönnunum fram að þessu. „Aldursgreiningar á fylgi flokkanna hafa sýnt að Píratar eiga lítið fylgi hjá þeim aldurshópum sem erfiðast er að ná til í skoðanakönnunum.“

„Þetta er eldra fólkið sem skilar sér þó ekki síður á kjörstað,“ segir Grétar og telur þetta mögulega ástæðu þess að flokkurinn komi verra út en kannanir gáfu til kynna. „Það er ljóst að mikil spenna verður fram eftir nóttu,“ segir hann. „Þeir eru greinilega mjög tæpir.“

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur en sigurinn Framsóknar

Sjálfstæðisflokkurinn virðist ætla að vera stærsti flokkurinn á þingi eftir þessar kosningar. „Þeir hefðu þó eflaust viljað sjá miklu betri niðurstöður úr þessum kosningum eftir fjögur ár í ríkisstjórn,“ segir Grétar.

„Ég fullyrði að Framsókn er sigurvegari kosninganna,“ segir Grétar. Hann telur líklegt að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fái umboð til stjórnarmyndunar. Gangi það ekki upp í fyrstu atrennu fái Sigmundur að spreyta sig.

Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, við Laugardalshöllina í morgun.
Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, við Laugardalshöllina í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar.
Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. Photographer: Hordur Sveinsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert