Geta myndað stjórn með 51% fylgi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, en flokkar þeirra eru …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, en flokkar þeirra eru samtals með 51% atkvæða. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Úrslit kosn­ing­anna þýða að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn eru sam­tals með 51% at­kvæða. Stjórn­ar­mynst­ur þess­ara flokka er eina tveggja flokka stjórn­in sem hægt er að mynda. Önnur stjórn­ar­mynst­ur kalla á minnst stjórn þriggja flokka.

Í síðustu 10 þing­kosn­ing­um hafa Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sjö sinn­um fengið sam­tals meira en 50% at­kvæða. Þess­ir tveir flokk­ar náðu hins veg­ar ekki meiri­hluta 2007 eða 2009.

Fara úr 51,5% fylgi í 23,8%

Vinstri­flokk­arn­ir tveir, Sam­fylk­ing og VG, fengu í þess­um kosn­ing­um sam­tals 23,8% at­kvæða, en þeir fengu 51,5% í kosn­ing­un­um 2009. Fara þarf aft­ur til árs­ins 1931 til að finna jafn­lítið fylgi vinstrimanna. Árið 1931 fengu Alþýðuflokk­ur­inn og Komm­ún­ista­flokk­ur­inn sam­tals 18,7%, en í öll­um þing­kosn­ing­um sem síðan hafa farið fram hafa vinstri­flokk­arn­ir (sem síðar hétu Sósí­al­ista­flokk­ur, Alþýðubanda­lag, VG og Sam­fylk­ing) alltaf fengið yfir 25% at­kvæða. Hlut­fallið var lægst árið 1995, eða 25,7%, en það ár bauð Þjóðvaki Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur til  þings og fékk 7,2%.

Versta út­koma „fjór­flokks­ins“ síðan 1987

Úrslit kosn­ing­anna þýða að fjór­flokk­ur­inn svo­kallaði (Fram­sókn­ar­flokk­ur, Sjálf­stæðis­flokk­ur, Sam­fylk­ing og VG) fá sam­tals 74,8%. Þetta er svipuð niðurstaða og í kosn­ing­un­um 1987 þegar fjór­flokk­ur­inn fékk 74,6%, en þá bauð Borg­ara­flokk­ur Al­berts Guðmunds­son­ar fram og Kvenna­list­inn fékk þá einnig sína bestu kosn­ingu. Fjór­flokk­ur­inn fékk 90% at­kvæða í kosn­ing­un­um 2009.

Besta út­koma Fram­sókn­ar síðan 1979

Útkoma Fram­sókn­ar­flokks­ins er sú besta síðan í kosn­ing­un­um 1979. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er hins veg­ar að fá sína næst­verstu kosn­ingu í sögu flokks­ins. Sam­fylk­ing­in er að fá verstu kosn­ingu síðan flokk­ur­inn var stofnaður. Alþýðuflokk­ur­inn, for­veri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, bauð síðast fram árið 1995 og fékk þá 11,4%. VG tap­ar miklu fylgi í þess­um kosn­ing­um, en flokk­ur­inn er samt að fá meira fylgi en hann fékk í kosn­ing­un­um 1999 og 2003.

Úrslit­in þýða að Sam­fylk­ing­in hef­ur tapað 56,7% af því fylgi sem flokk­ur­inn fékk 2009. VG hef­ur tapað 49,8% af sínu fylgi. Til sam­an­b­urðar má nefna að tap Sjálf­stæðis­flokks­ins í kosn­ing­un­um 2009 var 35,2%.

Góður ár­ang­ur Bjartr­ar framtíðar

Ann­ar helsti sig­ur­veg­ari kosn­ing­anna er Björt framtíð, sem fékk 8,4% fylgi. Ef horft er til nýrra fram­boða sem komið hafa fram í fyrri kosn­ing­um er þetta góður sig­ur. Þetta er meira fylgi en Banda­lag jafn­arðarmanna fékk í kosn­ing­un­um 1983 (7,3%), meira en Þjóðvaki fékk í kosn­ing­un­um 1995 (7,2%), meira en Kvenna­list­inn fékk þegar flokk­ur­inn bauð fyrst fram árið 1983 (5,5%), meira en Frjáls­lyndi flokk­ur­inn fékk þegar hann bauð fram 1999 (4,2%) og meira en Borg­ara­hreyf­ing­in fékk þegar hún bauð fram 2009 (7,4%). Þetta er hins veg­ar minna fylgi en þegar Borg­ara­flokk­ur Al­berts Guðmunds­son­ar kom fram árið 1987 og fékk 10,9% fylgi.

Í þessu sam­hengi verður ár­ang­ur Pírata einnig að telj­ast all­góður, en flokk­ur­inn fékk 5,1% og náði mark­miði sínu um að fá menn kjörna á þing.

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG greiðir atkvæði. VG tapaði um 50% …
Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður VG greiðir at­kvæði. VG tapaði um 50% af fylgi sínu í kosn­ing­un­um, en er samt með meira fylgi en flokk­ur­inn fékk 1999 og 2003. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Bjarni Benediktsson, Árni Páll Árnason og Þorvaldur Gylfason fylgjast með …
Bjarni Bene­dikts­son, Árni Páll Árna­son og Þor­vald­ur Gylfa­son fylgj­ast með töl­un­um í nótt. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert