Úrslitin liggja fyrir

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Nú hafa öll atkvæði verið talin í alþingiskosningunum, en síðustu tölur bárust úr Norðvesturkjördæmi um klukkan hálf níu.  Sjálfstæðisflokkur er stærsti flokkur landsins, fékk 26,7% atkvæða og 19 þingmenn. Framsókn er sá næst stærsti með 24,4% og 19 þingmenn. Þingmenn tveggja nýrra flokka setjast á þing; Bjartrar framtíðar og Pírata.

Í norðvesturkjördæmi fékk Framsóknarflokkurinn 35,2%, Sjálfstæðisflokkur 24,7%, Samfylkingin fékk 12,2%, VG fékk 8,5%, Björt framtíð fékk 4,6%, Regnboginn fékk 4,5%, Píratar 3,1%, Dögun 1,9%, Landsbyggðarflokkurinn 1,9%, Lýðræðisvaktin 1,4%, Hægri grænir 1,2% og Flokkur heimilanna 0,9%.

Á landsvísu fékk Samfylkingin 12,9% atkvæða og níu þingmenn, Vinstri græn fengu sjö þingsæti, Björt framtíð fékk sex, þar af er helmingur jöfnunarþingsæti og Píratar fengu þrjá, allt eru það jöfnunarsæti.

Sjálfstæðisflokkur fékk einn jöfnunarþingmann, Framsókn engan og Samfylking og VG einn hvor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert