Síðustu tölurnar úr Norðausturkjördæmi og Suðvesturkjördæmi breyttu miklu um þá sem ná kjöri. Enn er beðið eftir síðustu tölum úr Norðvesturkjördæmi, en síðustu tölur úr Norðausturkjördæmi bárust um klukkan sjö. Þær breyttu engu um stöðu mála í kjördæminu og þar er Brynhildur Pétursdóttir, Bjartri framtíð, í síðasta þingsætinu.
Í Suðurkjördæmi er Páll Valur Björnsson í Bjartri framtíð í síðasta þingsæti kjördæmisins. Þar var fyrir Arndís Soffía Sigurðardóttir, VG.
Áður höfðu verið þar Fjóla Hrund Björnsdóttir, Framsóknarflokki og Geir Jón Þórisson, Sjálfstæðisflokki.
Í Suðvesturkjördæmi er Elín Hirst, Sjálfstæðisflokki, í síðasta þingsætinu og Birgitta Jónsdóttir, Pírataflokkinum, kemur ný inn. Í Reykjavíkurkjördæmi suður höfðu Sigríður Andersen, Sjálfstæðisflokki, og Óttarr Proppé, Bjartri framtíð, sætaskipti, Óttarr er nú inni á þingi og þá kemur Jón Þór Ólafsson úr Píratafloknum nýr inn.
Í Reykjavíkurkjördæmi norður höfðu Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírati, og Heiða Kristín Helgadóttir, Bjartri framtíð, sætaskipti. Heiða Kristín, sem hefur verið inni, er dottin út.