Stjórnarflokkarnir tapa tæpum 28%

Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is

Stjórn­ar­flokk­arn­ir tapa sam­tals 27,7% fylgi frá síðustu kosn­ing­um, Sam­fylk­ing­in tap­ar 16,9% og Vinstri græn 10,8%. Á landsvísu bæt­ir Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn við sig 9,6%, Sjálf­stæðis­flokk­ur bæt­ir við sig 3%, 

Nýju flokk­arn­ir tveir, Björt framtíð og Pírat­ar fá sam­tals 13,3%, sá fyrr­nefndi 8,2% og sá síðar­nefndi 5,1%.

Sjálf­stæðis­flokk­ur er stærsti flokk­ur lands­ins, fékk 26,7% at­kvæða og 19 þing­menn. Fram­sókn er sá næst stærsti með 24,4% og 19 þing­menn. Sam­fylk­ing­in fékk 12,9% at­kvæða og níu þing­menn, Vinstri græn fengu sjö þing­sæti, Björt framtíð fékkþrjá og Pírat­ar fengu þrjá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka