Bíða eftir umboði forseta

Það var létt yfir þeim Bjarna Benediktssyni og Sigmundi Davíð …
Það var létt yfir þeim Bjarna Benediktssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni að kosningum loknum. mbl.is/Kristinn

Lík­legt er að full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks ræði rík­is­stjórn­ar­sam­starf flokk­anna á næstu dög­um.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir að eðli­leg­ast sé að láta reyna á að mynda tveggja flokka stjórn og að hann geri ráð fyr­ir að viðræður hefj­ist við fram­sókn­ar­menn á næst­unni. Það sé þó ekki sjálf­gefið að flokk­arn­ir tveir nái sam­komu­lagi um sam­starf.

„Nú er mik­il­væg­ast að mynda sterka stjórn með skýra efna­hags­áætl­un til að bæta lífs­kjör og auka ráðstöf­un­ar­tekj­ur fólks. Ég ætla að leyfa mér að vera bjart­sýnn á að hægt sé að mynda slíka stjórn,“ seg­ir Bjarni, sem er jafn­framt til­bú­inn til að leiða næstu rík­is­stjórn.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ist bjart­sýnn á að það tak­ist að ná sam­stöðu um bar­áttu­mál flokks síns og að í fylgisaukn­ingu hans fel­ist krafa um að ráðist verði í þau. „Þetta veit­ir okk­ur sterka stöðu til þess að knýja á um að sú verði raun­in,“ seg­ir hann, í um­fjöll­un um stöðuna að kosn­ing­um lokn­um.

Bú­ast má við að lín­ur taki að skýr­ast varðandi stjórn­ar­mynd­un eft­ir dag­inn í dag en Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, hef­ur boðað for­menn allra flokka sem náðu manni á þing á sinn fund áður en hann ákveður hverj­um hann fel­ur umboð til að mynda nýja stjórn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert