Kannanir afar nálægt niðurstöðum kosninga

Niðurstöður Alþingiskosninganna 2013 (l.t.v.) og skoðanakannana.
Niðurstöður Alþingiskosninganna 2013 (l.t.v.) og skoðanakannana. mbl.is

„Yfirleitt hafa kannanirnar síðustu vikuna fyrir kosningar sagt okkur hvernig kosningarnar munu fara. Það varð engin breyting á því núna,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri.

Í nær öllum tilfellum voru þær innan við tveimur prósentustigum frá fylgi flokkanna. „Síðustu kannanir vanmátu Sjálfstæðisflokkinn lítillega, voru með Framsókn nær alveg rétta, ofmátu fylgi Samfylkingarinnar lítillega og ofmátu fylgi við Pírata,“ segir Grétar.

Hann telur líklegt að fylgi Pírata hafi verið ofmetið í skoðanakönnunum vegna aldursskiptingar kjósenda flokksins. „Þeir voru með lítið fylgi meðal eldra fólks og þessi skoðanakannanafyrirtæki ná ekki eins til eldra fólks og þeirra sem yngri eru. Eitt þeirra, MMR, talar t.a.m. ekki við fólk sem er eldra en 67 ára en það eru 14% kosningabærra manna,“ segir Grétar. Píratar mældust með 7,5% fylgi hjá MMR en fengu 5,1% í kosningunum.

ATHUGASEMD FRÁ MMR:

„Fullyrðing um að fyrirtækin kanni ekki fylgi meðal eldra fólks er röng (og þar með hæpin staðhæfing um ástæður þess að Píratar hafi ekki náð því fylgi sem spáð var).

Þá er rangt að MMR geri ekki kannanir yfir meðal fólks yfir 67 ára. Og þó svo kannanir næðu bara upp í 67 ára aldur þá hefði það ákaflega lítil áhrif á heildar niðurstöðuna,“ segir í athugasemd frá MMR.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert