Kannast ekki við viðtal við BBC

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Þau ummæli voru rökrétt þegar þau féllu, en eiga ekki við um niðurstöðu kosninganna,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á Facebook-síðu sinni í kvöld vegna ummæla sem höfð voru eftir honum á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC í gær vegna þingkosninganna á laugardag. Ummælin voru á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hefðu ekkert lýðræðislegt umboð til þess að breyta þjóðfélaginu.

„Ég vil nú fyrst koma því á framfæri að ég man ekki eftir neinu samtali við BBC í kjölfar þessara kosninga. Mig grunar því að í tilvitnaðri frétt sé verið að leggja út af fyrstu viðbrögðum mínum á RÚV við fyrstu tölum, þegar ég nefndi að þessir tveir flokkar væru ekki að fá meirihluta atkvæða, þrátt fyrir að þeir væru að fá myndarlegan meirihluta þingmanna, og því væri erfitt að sjá að þjóðin væri að veita þeim eitthvað mikið umboð til samfélagsbreytinga,“ segir hann og bætir við sem fyrr segir að ummælin hafi verið rökrétt þegar þau hafi fallið en ekki átt við um endanlega niðurstöðu kosninganna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert