„Nei, nei,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurð að því hvort hún vildi ekki ræða við fjölmiðla að loknum fundi sínum með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Hægt var að kreista upp úr henni að farið hefði verið almennt yfir stöðu mála.
Meðal þess sem Katrín var spurð um var staða flokks hennar og ekki stóð á svari: „Staðan er mjög góð fyrir Vinstri græna.“ Hún sagði ekkert í spilunum benda til þess að flokkurinn væri á leið í ríkisstjórn og á hlaupum út sagðist hún að endingu ekkert hafa meira um málin að segja.