Katrín vildi ekki ræða við fjölmiðla

„Nei, nei,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurð að því hvort hún vildi ekki ræða við fjölmiðla að loknum fundi sínum með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Hægt var að kreista upp úr henni að farið hefði verið almennt yfir stöðu mála.

Meðal þess sem Katrín var spurð um var staða flokks hennar og ekki stóð á svari: „Staðan er mjög góð fyrir Vinstri græna.“ Hún sagði ekkert í spilunum benda til þess að flokkurinn væri á leið í ríkisstjórn og á hlaupum út sagðist hún að endingu ekkert hafa meira um málin að segja.

Katrín Jakobsdótitr á harðahlaupum út af Bessastöðum.
Katrín Jakobsdótitr á harðahlaupum út af Bessastöðum. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert