Forystumenn stjórnmálaflokka á Alþingi gengu á fund forseta Íslands í gær: Búist við umboði forsetans í dag

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson mbl.is/Kristinn

Bú­ist var við því í gær að Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, til­kynnti í dag hverj­um hann fæli umboð til mynd­un­ar nýrr­ar rík­is­stjórn­ar. Heim­ild­ar­mönn­um sem rætt var við þótti frem­ur ólík­legt að hann drægi að til­kynna ákvörðun sína þar til á morg­un, 1. maí, eða leng­ur.

Hvorki náðist í þá Sig­mund Davíð né held­ur Bjarna Bene­dikts­son, formann Sjálf­stæðis­flokks­ins, í gær­kvöldi. Heim­ild­armaður inn­an Fram­sókn­ar­flokks­ins sagði að Sig­mund­ur Davíð hefði hvorki átt í form­leg­um né óform­leg­um stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum í gær.

Í um­fjöll­un um hugs­an­lega stjórn­ar­mynd­un í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að Bjarni Bene­dikts­son sagði að lokn­um fund­in­um með for­set­an­um að hann teldi að Sjálf­stæðis­flokk­ur og Fram­sókn­ar­flokk­ur ættu að setja kraft í viðræður sín í milli. Sig­mund­ur Davíð vildi fara hæg­ar í sak­irn­ar og sagði bolt­ann vera hjá for­set­an­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert