Töluverðar breytingar verða á framlögum ríkissjóðs til stjórnmálaflokkanna eftir kosningarnar.
Úthlutun þeirra byggist annars vegar á fylgi flokka í kosningunum og hins vegar á fjölda þingsæta, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál Morgunblaðinu í dag.
Öll framboð sem náðu meira en 2,5% fylgi munu fá framlög úr ríkissjóði, en þau framlög námu 290 milljónum króna í ár.