Traust þarf að ríkja milli formanna

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason. Ómar Óskarsson

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokks, segir að lykillinn að farsælu ríkisstjórnarsamstarfi sé að það ríki traust á milli þeirra sem taki höndum saman um að stjórna landinu. Það komi brátt í ljós hversu liprir flokksformenn eru í viðræðum um myndun ríkisstjórnar.

Björn skrifar pistil um málið á vefsvæði sitt í kvöld þar sem hann rifjar upp þegar ríkisstjórn sjálfstæðismanna og framsóknarmanna var mynduð eftir kosningar 1995. „[Þá] áttum við Guðmundur Bjarnason okkar þátt í að skapa traust á milli forystumanna og nutum þar samstarfs okkar á þingi Evrópuráðsins í Strassborg. Þetta var vandasöm stjórnarmyndun af því að sjálfstæðismenn sögðu skilið við Alþýðuflokkinn sem hafði klofnað fyrir tilverknað Jóhönnu Sigurðardóttur og var auk þess með ESB-aðild á stefnuskrá sinni. Hún tókst hins vegar á farsælan hátt.“

Björn segir að innan Framsóknarflokks hafi ávallt verið öflugir talsmenn þess að flokkurinn starfaði til vinstri, hann ætti ekki pólitíska samleið með Sjálfstæðisflokknum. „Þetta heyrðist á þeim árum sem ég sat í ríkisstjórn með ráðherrum Framsóknarflokksins. Nú er nýr, stór þingflokkur framsóknarmanna tekinn til starfa. Það verður spennandi að vita hvernig hann tekur á málum og hve sterk staða Sigmundar Davíðs er innan hans.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert