Hittast að öllum líkindum í dag

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins munu hittast í dag. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, munu aö öllum líkindum hittast í dag, en það er hluti af umboði Sigmundar til stjórnarmyndunar. Jóhannes Þ. Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar, sagði í samtali við mbl.is að eins og málin voru lögð upp í gærkvöldi sé lang líklegast að af fundi þeirra verði. 

Aðspurður út í ummæli Bjarna í gær, þar sem hann sagði ekki hægt að ræða við marga flokka í einu um stjórnarmyndun, sagði Jóhannes að Sigmundur hafi lagt málið fram þannig að hann myndi hitta alla frambjóðendurna í dag og í gær og hann gerði ekki ráð fyrir öðru en að Bjarni væri hluti af því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert