Lýðræðislegar minnihlutastjórnir mýta

Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur.
Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur.

„Það er mýta að minnihlutastjórnir séu svo lýðræðislegar.“ Þetta skrifar Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, á Facebook-síðu sína. Segir hún ótækt að miða við minnihlutastjórnir sem hafa verið algengar í Noregi og Svíþjóð, þar sem staða sósíaldemókratanna, sem voru í stjórn, hafi verið sterk gagnvart minni flokkunum á vinstri vængnum. Þeir flokkar vörðu sósíaldemókratana fyrir vantrausti, en báðu um leið ekki um að fá nein ráðherrasæti.

Þá segir Stefanía að minnihlutastjórnir hafi einnig setið í Danmörku, Hollandi og Belgíu. Í seinni tveimur löndunum hafi sögulegir klofningsþættir eins og trú og tungumál klofið landsmenn og gert stjórnmálin flóknari. Minnihlutastjórn þar er að hennar sögn því birtingarmynd þess að ekki tekst að koma saman meirihlutastjórn.

Í samtali við mbl.is segir hún að minnihlutastjórnir tilheyri gamalli tíð á norðurlöndunum, en sósíaldemókratarnir hafi í marga áratuga stjórnað vegna sérstækra aðstæðna og mikils samráðs við atvinnulífið og verkalýðsfélög. Hér á landi yrði erfitt að reyna að yfirfæra módelið á íslenskan raunveruleika nema flest eða öll atriðin næðu að ganga upp.

Framsókn fengi alla ráðherra

Stefanía segir auðvitað skiljanlegt að píratar telji minnihlutastjórn spennandi valkost. Þar með fengju þeir heilmikið vægi, svipað og Hreyfingin hafði í síðustu stjórn. Þá fengi Framsókn allavega 8 ráðherra að sögn Stefaníu, en það væri aftur á móti ekki neinn sigur fyrir lýðræðið í sjálfu sér. Bæði fengju litlir flokkar hlutfallslega mikil völd og einn flokkur öll ráðuneytin.

Hún segir kostinn við slíka stjórn vera að þá þurfi ekki að eyða miklum tíma í að koma saman stjórnarsáttmála, menn myndu bara vinna þetta viku til viku. Vandamál slíks kerfis sé þó meiri óstöðugleiki en með meirihlutastjórn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert