„Lykilskilaboð frá kjósendum voru krafan um betri vinnubrögð á Alþingi. Meira um samvinnu þvert á flokka,“ segir Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, á facebooksíðu sinni í dag. Undir þetta hafi forystumenn í öllum stjórnmálaflokkum tekið í aðdraganda kosninganna um síðustu helgi.
„Ég vona svo sannarlega að fólk hafi verið að meina það og taki undir með okkur framsóknarmönnum um mikilvægi þess að menn ræði saman, en detti ekki niður í hefðbundna valdapólitík.“