Sigmundur Davíð læddist út

Sigmundur Davíð Gunnlaugssson
Sigmundur Davíð Gunnlaugssson mbl.is/Ómar Óskarsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, læddist bakdyramegin út úr Alþingishúsinu eftir að fundi hans með Guðmundi Steingrímssyni og Heiðu Kristínu Helgadóttur, formönnum Bjartrar framtíðar, lauk skömmu fyrir hádegi. Óvíst er með fund Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs.

Hvorki Sigmundur Davíð né Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, hafa svarað í síma í morgun. Bjarni sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að enginn fundur væri ákveðinn með Sigmundi Davíð. Heimildarmaður í Framsóknarflokknum sagði engu að síður að í framhaldi af því að Sigmundur Davíð ræðir við formenn hinna flokkanna sé að vænta ákvörðunar um formlegar stjórnarmyndunarviðræður.

Sigmundur Davíð ræddi í morgun við Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, og formenn Bjartrar framtíðar, í Alþingishúsinu. Hann gaf ekki kost á viðtölum eftir fundina heldur læddist út bakdyramegin. 

Guðmundur Steingrímsson og Heiða Kristín Helgadóttir eftir fundinn með Sigmundi …
Guðmundur Steingrímsson og Heiða Kristín Helgadóttir eftir fundinn með Sigmundi Davíð. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert