Sigmundur fundar með Katrínu

Sigmundur Davíð
Sigmundur Davíð mbl.is/Golli

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hóf annan dag fundalotu sinnar með formönnum annarra flokka í morgun þegar hann tók á móti Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna. Að þeim fundi loknum mun Sigmundur funda með fulltrúum Bjartrar framtíðar.

Fundirnir eru hluti af umboði Sigmundar Davíðs til stjórnarmyndunar. Í gær fundaði Sigmundur með Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, og Birgittu Jónsdóttur, formanni Pírata.

Birgitta sagði á samskiptavefnum Facebook í morgun að mistök væru að halda að eini möguleikinn væri gamla Ísland. „Ef ég fer að gaspra áður en heildarmynd er sýnileg þá gæti ég hreinlega eyðilagt ferli sem mér finnst mikilvægt að láta reyna á.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka