Ekkert ákveðið varðandi framhaldið

Sigmundur Davíð Gunnlaugssson
Sigmundur Davíð Gunnlaugssson mbl.is/Ómar Óskarsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, fundaði í dag með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarmanni Sigmundar hefur hins vegar ekkert verið ákveðið varðandi framhaldið.

Undanfarna daga hefur Sigmundur Davíð átt óformlegar viðræður við fulltrúa allra stjórnmálaflokka á þingi. „Viðræðurnar hafa fyrst og fremst snúist um að fá fram sýn flokkanna á stöðuna eftir alþingiskosningarnar og hver helstu áherslumálefni þeirra eru við upphaf kjörtímabilsins,“ segir í tilkynningu frá aðstoðarmanni Sigmundar. 

Einnig segir að framhaldsfundurinn með Bjarna í dag hafi verið til að fara nánar yfir tillögur Framsóknarmanna um skuldamál heimilanna. „Sigmundur segir fundina alla hafa verið innihaldsríka en að ekkert hafi verið ákveðið varðandi framhaldið,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert