Ræðir við Bjarna aftur í dag

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ætlar að hitta Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, eftir hádegið, en þeir ræddust við síðdegis í gær um hugsanlega stjórnarmyndun.

Sigmundur Davíð fékk stjórnarmyndunarumboð sl. þriðjudag. Hann tók sér tvo daga í að ræða við formenn allra flokkanna. Hann ræddi síðast við Bjarna Benediktsson.

Sigmundur Davíð ákvað í morgun að ræða aftur við Bjarna í dag. Þetta þýðir ekki að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur séu komnir í formlegar stjórnarmyndunarviðræður.

Ekki fást skýr svör hjá framsóknarmönnum um hvenær Sigmundur Davíð ætli að taka ákvörðun um við hverja hann ætli að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður, en það gæti skýrst síðar í dag eða á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert