Segir rangt eftir sér haft á RÚV

Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður Framsóknarflokksins segir að rangt hafi verið haft eftir sér í kvöldfréttum RÚV þar sem sagt var að óformlegar viðræður væru á milli formanna Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um stjórnarmyndun og að þeir hafi hist í dag. 

„Ég sagði að Sigmundur Davíð og Bjarni stefndu að því að hittast í dag eða á morgun en að engar formlegar viðræður væru hafnar. Það er rangt sem sagt er að þeir hafi hist í dag enda er það rangt, þeir hittust ekkert í dag. En hvort þeir hittist núna á eftir veit ég ekkert um. Ég hef ekki hitt Sigmund í nokkra klukkutíma. Þetta er í höndunum á þeim,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert