Sigmundur lá yfir tölfræði í dag

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Eggert Jóhannesson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, segir á samskiptavefnum Facebook að fréttatímar dagsins í dag hafi komið sér á óvart. Dagurinn hafi farið í skoða tölfræði og tækifæri, ekki hitta formenn annarra flokka eins og Ríkisútvarpið greindi frá í kvöldfréttum sínum.

„Fréttatímar dagsins hafa komið mér á óvart. Samkvæmt þeim hef ég fundað með bæði Bjarna Benediktssyni og Katrínu Jakobsdóttur í dag. Hef þó hitt hvorugt. Dagurinn hefur farið í að skoða tölfræði og tækifæri. Það var uppörvandi vinna. Vonandi hafa aðrir líka átt jákvæðan dag,“ segir Sigmundur Davíð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert