Ögmundur Jónasson, fráfarandi innanríkisráðherra, segir í pistli á vefsvæði sínu í kvöld að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, geti enn endurskoðað val sitt á Sjálfstæðisflokki þegar kemur að stjórnarmyndunarviðræðum.
Í pistli sínum segir Ögmundur: „Framsóknarflokkurinn stendur á ögurstundu. Hann á þess kost að verða leiðandi afl á félagshyggjuvæng íslenskra stjórnmála eða undirgangast það hlutverk sem hann gegndi undir aldarlok og framundir hrun, að þjóna markaðs- og gróðaöflunum.
Í kvöld sagðist hann hafa valið.
Það val er enn hægt að endurskoða.“