Formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sitja enn á fundi. Samkvæmt upplýsingum mbl.is er nú verið að snæða vöfflur með kaffinu.
Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, segir að fundurinn í dag hafi verið góður og að farið hafi verið yfir ýmis mál. Ekki er frekari yfirlýsinga að vænta frá Sigmundi Davíð í dag.
Formlegar stjórnarmyndunarviðræður milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa staðið í allan dag. Formenn flokkanna, Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson, fóru út úr bænum í dag til viðræðna.