Ekkert sem valda á töfum

„Ég held að það sé mjög mikilvægt að við séum með heildstætt efnahagsplan og að við séum með stjórnarsáttmála sem tekur á mikilvægustu málunum. Og það getur vel verið að það muni taka lengri tíma en við gerðum ráð fyrir að leysa úr einstökum efnisatriðum en það er ekkert sérstakt sem ég sé fyrir mér að eigi að valda miklum töfum.“

Þetta segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is en hann og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, gerðu hlé á stjórnarmyndunarviðræðum sínum í dag til þess að ræða við fjölmiðla við Alþingishúsið þar sem viðræðurnar fara fram.

Bjarni segir aðspurður að viðræðurnar hafi gengið vel eins og vonast hafi verið til. „Þetta hefur farið vel af stað, bara góður tónn og við erum svona að ná utan um breiðu línurnar, stóra samhengi hlutanna og förum síðan að vinna okkur inn í einstaka málaflokka.“ Mestur tími til þessa hafi farið í að ræða efnahagsmálin.

„Þetta tekur einhverja daga. Ég hafði verið að horfa til þess að þetta gæti gerst öðru hvoru megin við helgina. Eigum við ekki að segja að strax eftir helgi að þá ættu línur að vera mjög farnar að skýrast,“ segir hann ennfremur spurður um það hvenær gera megin ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir í viðræðunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert