Starfsstjórn má gera hvað sem er

mbl.is/Kristinn

Fráfarandi ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er að formi til enn við völd, þó að hún hafi skilað umboði sínu til forseta Íslands daginn eftir kosningar. Slíkar ríkisstjórnir hafa fengið nafnið starfsstjórn og eru þær við völd þar til ný ríkisstjórn hefur tekið við.

Eins og staðan er í dag stefnir allt í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og gæti hún jafnvel tekið við völdum í næstu eða þarnæstu viku.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir Ragnhildur Helgadóttir, lagaprófessor í HR, að starfsstjórn geti í raun gert allt, engin sérstök lög gildi um slíkar stjórnir. Þær hafi í reynd gert flest annað en að koma í gegn fjárlögum. Starfsstjórnir hafa lengst setið í tæpa fjóra mánuði, eða í tvígang á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Í seinni tíð hafa þær setið mun skemur, í mesta lagi 2-3 vikur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert