Halda áfram viðræðum í dag

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson í Alþingisgarðinum.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson í Alþingisgarðinum. mbl.is/Árni Sæberg

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, setjast niður við samningaborðið upp úr hádegi í dag og halda áfram stjórnarmyndunarviðræðum.

Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, hófust um síðustu helgi og hafa formenn flokkanna fundað daglega síðan, nema í gær þegar forystumenn allra flokka sátu á fundi með samráðsvettvangi um aukna hagsæld á Íslandi.

Fram að þessu hafa viðræðurnar einkum snúist um efnahagsmál og ríkisfjármál. Bjarni sagði í samtali við mbl.is fyrr í vikunni eða eitt meginverkefni nýrrar ríkisstjórnar yrði að örva hagvöxt og ná jafnvægi í ríkisfjármálum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka