Viðræður áfram í Biskupstungum

Sigmundur Davíð og Bjarni héldu áfram viðræðum sínum í dag.
Sigmundur Davíð og Bjarni héldu áfram viðræðum sínum í dag.

Viðræður þeirra Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, for­manns Fram­sókn­ar­flokks, og Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæðis­flokks, um mynd­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar hafa staðið yfir í all­an dag og halda enn áfram. Fundað var í dag í Bisk­upstung­um.

Að sögn Jó­hann­es­ar Þórs Skúla­son­ar, aðstoðar­manns Sig­mund­ar Davíðs, hef­ur ým­is­legt borið á góma í viðræðunum í dag, þar á meðal efna­hags­mál og heil­brigðismál. Ekki hafa aðrir en for­menn­irn­ir tveir verið viðriðnir viðræðurn­ar í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert