Stjórnarmyndunarviðræður Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa haldið áfram í dag. Fundað var fram eftir degi í Reykjavík, en upphaflega var ætlunin að hafa stuttan fund í hádeginu þar og færa svo viðræðurnar út á land.
Að sögn aðstoðarmanna formanna flokkanna eru þeir nú á Suðurlandi á leiðinni á framhaldsfund og er ætlunin að dveljast þar framyfir nóttu og taka svo upp þráðinn á morgun af fullum dampi.