Fundað fram eftir degi

Stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæðis­flokks hafa haldið áfram í dag. Fundað var fram eft­ir degi í Reykja­vík, en upp­haf­lega var ætl­un­in að hafa stutt­an fund í há­deg­inu þar og færa svo viðræðurn­ar út á land.

Að sögn aðstoðarmanna formanna flokk­anna eru þeir nú á Suður­landi á leiðinni á fram­halds­fund og er ætl­un­in að dvelj­ast þar framyf­ir nóttu og taka svo upp þráðinn á morg­un af full­um dampi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert