Þingflokkarnir boðaðir á fundi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun funda klukkan hálffjögur í dag um stöðu stjórnarmyndunarviðræðnanna, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Sömu heimildir herma að engra stórtíðinda sé að vænta af fundinum heldur verði farið yfir stöðuna í viðræðunum.

„Nei, ekki á morgun. Þriðjudag, miðvikudag, eitthvað svoleiðis,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, spurður í gær hvort þingflokkur Framsóknar mundi einnig funda í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert