Stóra útgjaldaliði vantaði

Þingflokkur Framsóknarflokksins kom saman á ný í græna herberginu í …
Þingflokkur Framsóknarflokksins kom saman á ný í græna herberginu í alþingishúsinu þegar hann fundaði með formanni flokksins. mbl.is/Ómar

Svo virðist sem í spá ríkisstjórnarinnar um þróun efnahagsmála næstu árin, svokölluðu Keilishefti, séu ekki teknir með í reikninginn fjölmargir stórir útgjaldaliðir sem ýmist hefur verið tekin ákvörðun eða gefin fyrirheit um að ráðast í.

Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. „Annars vegar er það útlitið varðandi tekjuöflun ríkisins, hvernig það þróast virðist ekki vera jafngott og stjórnvöld gerðu ráð fyrir í spám sínum, og hins vegar það að ekki skuli hafa verið tekið tillit til fyrirsjáanlegra útgjaldaliða. Annars vegar ákvarðana sem þegar hafa verið teknar í þinginu og af fráfarandi ríkisstjórn og hins vegar áforma sem þau hafa kynnt,“ segir Sigmundur Davíð aðspurður hvað hafi komið honum á óvart við kynningu fjármálaráðuneytisins á ríkisfjármálunum fyrir formönnum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins sl. föstudag.

Að sögn Sigmundar Davíðs hefði hann talið eðlilegt að stjórnvöld létu fylgja, þegar þau gerðu spá til framtíðar, upplýsingar um þau útgjöld sem þau hefðu sjálf tekið ákvörðun um. „Það hefur reyndar verið töluvert rætt um það, alveg frá því að fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2013 var lagt fram, að það myndi ekki ganga eftir. Menn þekktu jafnvel til tiltölulega stórra útgjaldaliða sem var litið framhjá en engu að síður héldu menn áfram að tala um það fram á kjördag að búið væri að ná jafnvægi í ríkisfjármálunum,“ segir Sigmundur Davíð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert