Stjórnarsáttmáli er langt kominn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson funduðu við Hótel Háland …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson funduðu við Hótel Háland á Suðurlandi um helgina. Ljósmynd/Svanhildur Hólm

„Það er auðvitað búið að vinna heilmikið í stjórnarsáttmálanum og það er kominn heilmikill texti. Að því leytinu til er hann langt kominn. Það er búið að fara yfir alla málaflokka en auðvitað getur eitthvað komið upp á þegar málaflokkum er lokað. Ég veit ekki hversu stór þau mál geta orðið.“

Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í Morgunblaðinu í dag um stöðu stjórnarmyndunarviðræðna. Þeir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, funduðu einir á Suðurnesjum í gær. Aðstoðarmenn fengu frí og fóru yfir drög að sáttmála.

Bjarni segir viðræður ganga vel. „Við erum að verða búnir með alla helstu málaflokka og erum farnir að líta upp úr þeim og skoða sviðið breitt. Við viljum ljúka þessu sem allra fyrst en ætlum á sama tíma að vanda okkur. Það verður hins vegar ekki beðið með að bera niðurstöðuna undir flokksráð þegar það er orðið tímabært,“ sagði Bjarni sem tók aðspurður fram að skuldamál heimilanna yrðu augljóslega í forgangi hjá komandi ríkisstjórn. „Ég tel að okkur muni auðnast að landa því máli á milli okkar,“ sagði Bjarni sem kvaðst sáttur við þann farveg sem tillögur Sjálfstæðisflokksins um skattalækkanir væru komnar í.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert