Ný stjórn tekur á sig mynd

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn

Ráðherr­um verður fjölgað um einn til tvo og verk­efni færð milli ráðuneyta við mynd­un næstu rík­is­stjórn­ar. Þá herma heim­ild­ir að lagt sé upp með að Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son verði for­sæt­is­ráðherra en Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráðherra.

Til skoðunar er að skipta upp inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu þannig að það verði í grunn­inn aft­ur að dóms­málaráðuneyti og sam­gönguráðuneyti.

Einnig verði vel­ferðarráðuneyt­inu skipt upp í heil­brigðismál ann­ars veg­ar og fé­lags­mál hins veg­ar.

Þótt stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður séu á loka­stigi er end­an­leg skipt­ing ráðuneyta og þeirra verk­efna sem und­ir þau falla ekki full­frá­geng­in.

Útlit er fyr­ir að auk for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins fari Fram­sókn með ut­an­rík­is­mál, fé­lags- og trygg­inga­mál, sam­göngu­mál og um­hverf­is­mál.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn færi hins veg­ar með heil­brigðismál, mennta­mál, dóms­mál, at­vinnu­vegaráðuneytið og fjár­málaráðuneytið, auk þess að fá embætti þing­for­seta. Nán­ar er fjallað um ráðherrakap­al­inn í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert