Aðildarferlið verður stöðvað strax

Frá fundi flokksráðsins í Valhöll í kvöld.
Frá fundi flokksráðsins í Valhöll í kvöld. Ljósmynd/Guðlaugur Þór Þórðarson

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks, seg­ir í sam­tali við mbl.is að aðild­ar­ferlið að Evr­ópu­sam­band­inu verði stöðvað þegar í stað. Nán­ari út­færsla á því verði hins veg­ar kynnt á næst­unni. Sjálf­stæðis­flokk­ur fær í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu fimm ráðherra og Fram­sókn­ar­flokk­ur fjóra.

„Við skip­um fjár­málaráðherra, inn­an­rík­is­ráðherra, mennta­málaráðherra, heil­brigðisráðherra í vel­ferðarráðuneyti og iðnaðar- og viðskiptaráðherra í at­vinnu­vegaráðuneyti. Fram­sókn­ar­flokk­ur fær for­sæt­is­ráðuneytið. Hann skip­ar fé­lags­málaráðherra í vel­ferðarráðuneytið, hann er með land­búnaðar- og sjáv­ar­út­vegs­ráðherra sem jafn­framt verður um­hverf­is­ráðherra. Svo er hann með ut­an­rík­is­ráðherr­ann. Þannig að það er gengið út frá því að þau byrji með fjóra ráðherra,“ seg­ir Bjarni.

Þá sagði Bjarni að gengið væri út frá því að Sig­mund­ur verði for­sæt­is­ráðherra út kjör­tíma­bilið og Bjarni fjár­málaráðherra til loka þess. Ekki hafi verið samið um að annað að sinni.

Aðspurður um breyt­ing­ar á veiðigjöld­um sagði Bjarni að það yrði út­skýrt nán­ar á morg­un. Hann upp­lýsti hins veg­ar að haf­ist verði handa við ýms­ar aðgerðir, þar með talið skatta­lækk­an­ir strax á sum­arþingi.

Hann vildi þó taka fram að rík­is­stjórn­in ætlaði sér ekki að fær­ast of mikið í fang líkt og síðasta rík­is­stjórn.

Hvað skulda­mál heim­il­anna varðar boðar Bjarni margþætt­ar aðgerðir sem ráðist verði í strax á þessu ári. Hann vildi hins veg­ar ekki ræða út­færsl­ur á þessu stigi.

Bjarni tel­ur all­ar lík­ur á það þetta verði far­sæl rík­is­stjórn og mátti skilja á svör­um hans að hann teldi að hér væri lagt upp í sam­starf sem myndi ná yfir meira en kjör­tíma­bil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka