Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, verðandi forsætisráðherra, sagði að ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokks hefði verið mjög vel tekið á miðstjórnarfundi í kvöld. Fulltrúar hefðu verið mjög ánægðir með áherslu á velferð til framtíðar og raunverulega verðmætasköpun.
Sigmundur sagði að þegar upp yrði staðið hlytu flokkarnir fimm ráðherra hvor en til að byrja með verður Sjálfstæðisflokkur með fimm ráðherra en Framsóknarflokkur með fjóra. Hins vegar stendur til að skipta upp ráðuneytum og sameina önnur.
Þá sagði Sigmundur að áhersla yrði lögð á þau brýnu úrlausnarefni sem beðið hefðu alltof lengi, þ.e. stöðu heimilanna og atvinnumálin. Hann sagði að fólk yrði að hafa vinnu og góðar tekjur til að vinna úr sínum vanda og til að halda þaki yfir höfði sér.