Segir ríkið standa tæpt

Steingrímur kemur til síðasta ríkisstjórnarfundarins, á Bessastöðum í gær.
Steingrímur kemur til síðasta ríkisstjórnarfundarins, á Bessastöðum í gær. mbl.is/Eggert

„Ég hef ekki al­veg skilið þessa hugs­un um að hægt sé að sleppa tekj­um eða auka út­gjöld áður en búið er að kom­ast upp fyr­ir strikið. Þetta er nátt­úr­lega ekki ný kenn­ing þessi brauðmola­hag­fræði um að það lifni allt bara við það að lækka skatta.“

Þetta seg­ir Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, frá­far­andi at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, í viðtali í Morg­un­blaðinu í dag, aðspurður hvort frá­far­andi stjórn hafi ef til vill verið of sein að nýta það svig­rúm sem ný stjórn tel­ur fyr­ir lækk­un skatta.

„Til lengri tíma litið geta skyn­sam­leg­ar og örv­andi breyt­ing­ar í at­vinnu­mál­um ýtt und­ir fjár­fest­ing­ar og hag­vöxt. En það ger­ist ekki sam­stund­is. Það sem ger­ist yf­ir­leitt fyrst þegar skatt­ar eru lækkaðir er að tekj­ur rík­is­ins minnka. Við erum í það þröngri stöðu með rík­is­fjár­mál­in að þá má ekk­ert út af bregða. Þannig að öll til­rauna­starf­semi er mjög vara­söm að mínu mati.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka