Sigurjón tekur þátt í prófkjöri

Sigurjón Arnórsson
Sigurjón Arnórsson

Sigurjón Arnórsson alþjóðlegur viðskiptafræðingur gefur kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningar á næsta ári. Hann gefur kost á sér í 4.-6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins segir í tilkynningu.

Sigurjón situr í stjórn félags sjálfstæðismanna í Skóga- og Seljahverfi. Hann útskrifaðist með BA gráðu í hagfræði, heimspeki og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst og M.Sc. gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík.

„Sigurjón hefur starfað hjá alþjóðalegum hlutabréfasjóðum, við útflutning á íslenskum æðardún og sem kosningastjóri á skrifstofu sjálfstæðismanna í Breiðholti fyrir alþingiskosningar síðastliðið vor. Auk þess er hann mikill íþróttamaður sem hefur m.a. stundað hnefaleika frá unga aldri.

Að mati Sigurjóns eru mörg brýn málefni sem leggja þarf áherslu á í komandi kosningum. Þar á meðal að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni og að þjónusta við eldri borgara verði bætt,“ segir enn fremur í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert