Stjórnarflokkarnir tapa fylgi og mælast samanlagt með 43,4 prósent. Þeir fengju miðað við það 28 þingmenn samanlagt, en eru í dag með 38. Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínu fylgi en Framsóknarflokkurinn tapar hins vegar miklu fylgi frá því í kosningunum í vor.
Samfylkingin bætir verulega við fylgi sitt og mælist með 20,8 prósent, en fékk 12,9 í síðustu þingkosningum. Björt framtíð hækkar úr 8,2 prósenta kjörfylgi í 13,7 prósent samkvæmt könnuninni.
Fylgi Framsóknarflokksins hefur hins vegar gefið verulega eftir frá því hann fékk 24,4 prósenta fylgi í síðustu kosningum. Hann mælist nú með 16,7 prósenta fylgi.
Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkurinn og nýtur stuðnings 26,7 prósenta, sem er sama og flokkurinn fékk í kosningum.
Stuðningur við Vinstri græna minnkar er nú 13,6 prósent sem er yfir kjörfylgi flokksins, sem var 10,9 prósent. Píratar njóta meiri stuðnings nú en í kosningunum, 7,2 prósent styðja flokkinn nú, samanborið við 5,5 prósent í kosningunum.