Ríkisstjórnin með 43% fylgi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson
Stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæðis­flokks myndi falla yrði gengið til kosn­inga nú sam­kvæmt skoðana­könn­un Frétta­blaðsins og Stöðvar 2.

Stjórn­ar­flokk­arn­ir tapa fylgi og mæl­ast sam­an­lagt með 43,4 pró­sent. Þeir fengju miðað við það 28 þing­menn sam­an­lagt, en eru í dag með 38. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn held­ur sínu fylgi en Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn tap­ar hins veg­ar miklu fylgi frá því í kosn­ing­un­um í vor.

Sam­fylk­ing­in bæt­ir veru­lega við fylgi sitt og mæl­ist með 20,8 pró­sent, en fékk 12,9 í síðustu þing­kosn­ing­um. Björt framtíð hækk­ar úr 8,2 pró­senta kjör­fylgi í 13,7 pró­sent sam­kvæmt könn­un­inni.

Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins hef­ur hins veg­ar gefið veru­lega eft­ir frá því hann fékk 24,4 pró­senta fylgi í síðustu kosn­ing­um. Hann mæl­ist nú með 16,7 pró­senta fylgi.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er enn stærsti flokk­ur­inn og nýt­ur stuðnings 26,7 pró­senta, sem er  sama og flokk­ur­inn fékk í kosn­ing­um.

Stuðning­ur við Vinstri græna minnk­ar er nú 13,6 pró­sent sem er yfir kjör­fylgi flokks­ins, sem var 10,9 pró­sent. Pírat­ar njóta meiri stuðnings nú en í kosn­ing­un­um, 7,2 pró­sent styðja flokk­inn nú, sam­an­borið við 5,5 pró­sent í kosn­ing­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert