Gefa ekki kost á sér í vor

Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. mbl.is/Eggert

Þau Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, og Hafsteinn Karlsson, sem skipar annað sætið á lista flokksins gefa hvorugt kost á  sér fyrir næstu sveitastjórnarkosningar.

Þetta var tilkynnt á félagsfundi Samfylkingarinnar í Kópavogi sem fram fór í Hamraborg í gærkvöld, samkvæmt frétt á vef Kópavogsfrétta.

Guðríður Arnardóttir hefur leitt lista Samfylkingar í Kópavogi frá árinu 2006. Hún var formaður bæjarráðs frá 2010 til 2012. Á fundinum í gærkvöld sagði Guðríður að tíminn væri nú réttur hjá sér til að hætta í stjórnmálum í bili.

Hafsteinn Karlsson hefur verið í framboði fyrir Samfylkinguna frá árinu 2002 og hefur verið bæjarfulltrúi síðan. Hann hefur lengi haft hug á að draga sig út úr stjórnmálavafstri, samkvæmt heimildum Kópavogsfrétta.

Samfylkingarfólk samþykkti tillögu um að stjórn skipi uppstillinganefnd sem ákveði röð frambjóðenda á lista flokksins í næstu sveitastjórnarkosningum sem fram fara næsta vor.

Hafsteinn Karlsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi
Hafsteinn Karlsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert