Gefa ekki kost á sér í vor

Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. mbl.is/Eggert

Þau Guðríður Arn­ar­dótt­ir, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Kópa­vogi, og Haf­steinn Karls­son, sem skip­ar annað sætið á lista flokks­ins gefa hvor­ugt kost á  sér fyr­ir næstu sveita­stjórn­ar­kosn­ing­ar.

Þetta var til­kynnt á fé­lags­fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Kópa­vogi sem fram fór í Hamra­borg í gær­kvöld, sam­kvæmt frétt á vef Kópa­vogs­frétta.

Guðríður Arn­ar­dótt­ir hef­ur leitt lista Sam­fylk­ing­ar í Kópa­vogi frá ár­inu 2006. Hún var formaður bæj­ar­ráðs frá 2010 til 2012. Á fund­in­um í gær­kvöld sagði Guðríður að tím­inn væri nú rétt­ur hjá sér til að hætta í stjórn­mál­um í bili.

Haf­steinn Karls­son hef­ur verið í fram­boði fyr­ir Sam­fylk­ing­una frá ár­inu 2002 og hef­ur verið bæj­ar­full­trúi síðan. Hann hef­ur lengi haft hug á að draga sig út úr stjórn­mála­vafstri, sam­kvæmt heim­ild­um Kópa­vogs­frétta.

Sam­fylk­ing­ar­fólk samþykkti til­lögu um að stjórn skipi upp­still­inga­nefnd sem ákveði röð fram­bjóðenda á lista flokks­ins í næstu sveita­stjórn­ar­kosn­ing­um sem fram fara næsta vor.

Hafsteinn Karlsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi
Haf­steinn Karls­son, bæj­ar­full­trúi í Kópa­vogi mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert