Halldór Halldórsson efstur í Reykjavík

Halldór Halldórsson er efstur í prófkjörinu miðað við fyrstu tölur. …
Halldór Halldórsson er efstur í prófkjörinu miðað við fyrstu tölur. Hér er hann ásamt Þorbjörgu Helgu, Hildi Sverris og Júlíusi Vífli sem öll sækjast eftir fyrsta sætinu. mbl.is/Árni Sæberg

Halldór Halldórsson er efstur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári þegar 1.928 atkvæði eða 38% hafa verið talin. Júlíus Vífill Ingvarsson er í öðru sæti, Kjartan Magnússon í þriðja og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir í því fjórða.

Halldór segist þakklátur og að sín fyrstu viðbrögð séu virðing fyrir kjósendum. „Ég er auðvitað ánægður að hafa náð þessum árangri en þetta eru fyrstu tölur, eitthvað getur breyst en þetta gefur góða vísbendingu,“ sagði Halldór eftir að fyrstu tölur voru kynntar.

Þorbjörg Helga stefndi á fyrsta sæti en er eftir að fyrstu tölur hafa verið kynntar í því fjórða. „Vissulega eru þetta vonbrigði. Ég bauð mig fram til að leiða listann,“ sagði Þorbjörg við fréttamenn í Valhöll. „Ég mun áfram vinna að mínum málum sem ég brenn fyrir, á þessum vettvangi sem öðrum.“

Atkvæði sem talin hafa verið skiptast þannig:

1. Halldór Halldórsson fékk 736 atkvæði í fyrsta sæti

2. Júlíus Vífill Ingvarsson fékk 825 atkvæði í 1.-2. sæti

3. Kjartan Magnússon fékk 1033 atkvæði í 1.-3. sæti

4. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir fékk  750 atkvæði í 1.-4. sæti

5. Áslaug María Friðriksdóttir fékk 924 atkvæði í 1.-5. sæti

6. Marta Guðjónsdóttir, 873 atkvæði í 1.-6. sæti

7. Hildur Sverrisdóttir fékk 826 atkvæði í 1.-7. sæti 

8. Börkur Gunnarsson er í áttunda sæti með 548 atkvæði

9. Björn Gíslason fékk 546 atkvæði

10. Lára Óskarsdóttir fékk 519 atkvæði

Tuttugu frambjóðendur gáfu kost á sér í prófkjörinu. Fjórir gáfu kost á sér í oddvitasætið þau Halldór Halldórsson, Hildur Sverrisdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir.

Listi yfir frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík:

Aron Ólafsson

Áslaug María Friðriksdóttir

Björn Gíslason

Björn Jón Bragason

Börkur Gunnarsson

Halldór Halldórsson

Herdís Anna Þorvaldsdóttir

Hildur Sverrisdóttir

Júlíus Vífill Ingvarsson

Kjartan Magnússon

Kristinn Karl Brynjarsson

Lára Óskarsdóttir

Margrét Friðriksdóttir

Marta Guðjónsdóttir

Ólafur Kr. Guðmundsson

Rafn Steingrímsson

Sigurjón Arnórsson

Viðar Guðjohnsen

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

Örn Þórðarson

Frambjóðendur samankomnir í Valhöll í kvöld.
Frambjóðendur samankomnir í Valhöll í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg
Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.
Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert