Halldór oddviti sjálfstæðismanna

Hall­dór Hall­dórs­son mun leiða lista sjálf­stæðismanna í Reykja­vík í næstu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. Júlí­us Víf­ill Ingvars­son, sem einnig sótt­ist eft­ir að leiða list­ann, hafnaði í öðru sæti. Kjart­an Magnús­son er í þriðja sæti og Þor­björg Helga Vig­fús­dótt­ir í því fjórða.

Úrslit í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík liggja nú fyr­ir. 5.075 at­kvæði voru greidd. 102 seðlar voru auðir eða ógild­ir.

Áslaug María Friðriks­dótt­ir er í fimmta sæti list­ans, Hild­ur Sverr­is­dótt­ir í sjötta, Marta Guðjóns­dótt­ir í sjö­unda og Börk­ur Gunn­ars­son í því átt­unda.

Björn Gísla­son hafnaði í ní­unda sæti og Lára Óskars­dótt­ir í því tí­unda. Kjör­nefnd á nú eft­ir að fara yfir úr­slit próf­kjörs­ins og ákveða end­an­leg­an lista fyr­ir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar í vor.

Lof­ar að leggja sig all­an fram

Hall­dór hlaut 1.802 at­kvæði í fyrsta sætið. Hann er formaður Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og var áður bæj­ar­stjóri á Ísaf­irði.

„Auðmýkt og virðing, það er það sem er mér efst í huga núna,“ sagði Hall­dór í sam­tali við mbl.is er úr­slit­in voru ljós. „Auðmýkt og virðing gagn­vart verk­efn­inu framund­an, gagn­vart mín­um meðfram­bjóðend­um, gagn­vart kjós­end­um í Reykja­vík. Kjós­end­um sem ég hef lofað að leggja mig all­an fram við að vinna fyr­ir af krafti.“

Spurður um hvernig hon­um lít­ist á list­ann eft­ir próf­kjörið seg­ir Hall­dór að hóp­ur­inn sé öfl­ug­ur og góður.

Hann seg­ir að mjög fljót­lega muni hann hitta hóp­inn og fara vel yfir stöðuna. „Við mun­um nýta vet­ur­inn vel til að vinna kosn­ing­arn­ar.“

 Tutt­ugu gáfu kost á sér

Tutt­ugu fram­bjóðend­ur gáfu kost á sér í próf­kjör­inu. Fjór­ir gáfu kost á sér í odd­vita­sætið þau Hall­dór Hall­dórs­son, Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, Júlí­us Víf­ill Ingvars­son og Þor­björg Helga Vig­fús­dótt­ir.

At­kvæðin í próf­kjör­inu skipt­ast þannig:

1. Hall­dór Hall­dórs­son: 1.802 at­kvæði í fyrsta sæti

2. Júlí­us Víf­ill Ingvars­son: 2.031 at­kvæði í 1.-2. sæti

3. Kjart­an Magnús­son: 2.531 at­kvæði í 1.-3. sæti

4. Þor­björg Helga Vig­fús­dótt­ir: 1.981 at­kvæði í 1.-4. sæti

5. Áslaug María Friðriks­dótt­ir: 2.404 at­kvæði í 1.-5. sæti

6. Hild­ur Sverr­is­dótt­ir:2.212 at­kvæði í 1.-6. sæti

7. Marta Guðjóns­dótt­ir: 2.104 1.-7. sæti 

8. Börk­ur Gunn­ars­son: 1.511 at­kvæði

9. Björn Gísla­son: 1.422 at­kvæði

10. Lára Óskars­dótt­ir: 1.325 at­kvæði

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert