580 manns höfðu kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík klukkan tólf á hádegi í dag. Alls eru 20.695 manns á kjörskrá. Í síðasta borgarstjórnarprófkjöri kusu um 6.500 manns. Telst kjörsóknin vera ágæt og hafa menn ekki teljandi áhyggjur af því að veðrið muni hafa áhrif á kjörsókn. Fyrstu tölur eru væntanlegar klukkan sjö í kvöld.
Alls eru tuttugu einstaklingar í framboði og af þeim eru þrettán nýir. Fjórir sækjast eftir oddvitasætinu; Halldór Halldórsson, Hildur Sverrisdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir.