Píratar næðu inn manni

Ráðhús Reykjavíkur
Ráðhús Reykjavíkur mbl.si/Eggert Jóhannesson

Björt framtíð fengi 29,4% at­kvæða, Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn 26,6% og Sam­fylk­ing­in 17,6% ef gengið yrði til borg­ar­stjórn­ar­kosn­inga nú. All­ir flokk­ar í borg­ar­stjórn tapa fylgi frá síðustu kosn­ing­um nema Vinstri græn. Þá næðu Pírat­ar inn manni og eru ná­lægt því að fella fimmta mann Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Þetta er meðal niðurstaðna skoðana­könn­un­ar Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar Há­skóla Íslands sem unn­in var dag­ana 6. til 18. nóv­em­ber sl. fyr­ir Morg­un­blaðið. Björt framtíð fengi fimm menn kjörna í borg­ar­stjórn, Sam­fylk­ing­in þrjá, Vinstri græn einn, Pírat­ar einn og Sjálf­stæðis­flokk­ur fimm sem áður seg­ir.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn dal­ar nokkuð í fylgi, miðað við síðustu kosn­ing­ar, eða um sjö pró­sentu­stig. Í kosn­ing­un­um 2010 fékk hann 33,6% at­kvæða og fimm borg­ar­full­trúa, en held­ur þeim fjölda nú engu að síður. Í kosn­ing­un­um 2006 fékk Sjálf­stæðis­flokk­ur sjö full­trúa í borg­ar­stjórn.

Pírat­ar kæmu nýir inn í borg­ar­stjórn, fengju einn mann kjör­inn, en þeir buðu ekki fram lista í síðustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Fé­lags­vís­inda­stofn­un yrði ann­ar maður á lista Pírata næst­ur inn í stað fimmta manns sjálf­stæðismanna.

Ef afstaða svar­enda er skoðuð eft­ir því hvað þeir kusu síðast kem­ur ým­is­legt for­vitni­legt í ljós, hvort sem það eru síðustu þing­kosn­ing­ar eða borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Virðist sem nokk­ur hreyf­ing sé á fylg­inu milli flokka, að Sjálf­stæðis­flokkn­um und­an­skild­um þar sem flokks­holl­ust­an virðist vera mest.

Af þeim sem kusu Bjarta framtíð í síðustu þing­kosn­ing­um ætla 89% að kjósa flokk­inn til borg­ar­stjórn­ar í vor, en rétt rúm­ur helm­ing­ur þeirra sem kusu Besta flokk­inn 2010 ætl­ar að kjósa Bjarta framtíð nú. At­hygli vek­ur að 18% stuðnings­manna Besta flokks­ins 2010 myndu kjósa Pírata nú, 9% Sjálf­stæðis­flokk­inn og 8% Sam­fylk­ing­una.

Af þeim sem kusu Fram­sókn til þings í vor ætla 50% að kjósa flokk­inn í borg­ar­stjórn, 37% ætla að kjósa Sjálf­stæðis­flokk­inn og 13% Bjarta framtíð. Miðað við síðustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar ætla 49% fram­sókn­ar­manna þá að kjósa flokk­inn aft­ur, 13% myndu kjósa Fram­sókn­ar­flokk­inn, 7% Bjarta framtíð en 26% aðra flokka en eru í borg­ar­stjórn í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert